Lífið

Oprah sú valdamesta

Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey var valin valdamesta stjarna heims annað árið í röð af tímaritinu Forbes sem í dag birti lista yfir 100 valdamestu stjörnunnar.

Á listanum voru svo tvö pör á topp tíu listanum. Angelina Jolie var í þriðja sæti en maðurinn hennar, Brad Pitt, í því tíunda.

Þá var Beyonce Knowles í fjórða en eiginmaður hennar, rapparinn Jay-Z, í sjöunda.

Golfarinn Tiger Woods var í öðru sæti, eins og í fyrra, en David Beckham var settur í fimmta sætið. Hjartaknúsarinn Johnny Depp kom svo í sjötta sæti.

Á topp tíu listanum á þá aðeins eftir að nefna hljómsveitina Polive sem varð í áttunda sæti eftir velheppnað "kombakk" og JK Rowling varð í níunda sæti.

Listann er hægt að skoða í heild sinni hér

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.