Lífið

5500 gestir á AIM

Hljómsveitin Retro Stefson á tónleikum sínum á AIM Festival.
Hljómsveitin Retro Stefson á tónleikum sínum á AIM Festival. Mynd/Lára Stefánsdóttir

AIM Festivali lauk með glæsibrag síðastliðinn mánudag á Akureyri. Þetta var í þriðja sinn sem AIM Festival var haldið og er hátíðin orðin að árlegum viðburði norðan heiða.

AIM Festival stóð í 5 daga og haldnir voru 19 tónleikar á 10 stöðum. Mikill fjöldi gesta eða 5500 manns mættu á tónleika þessa daga og skemmtu sér konunglega, enda margt í boði, mikil tónlist og taumlaus gleði. Allt fór vel fram og tónleikagestir sýndu af sér stillingu og prúðmennsku.

Framkvæmdastýra hátíðarinnar, Guðrún Þórs, segir að fyrir henni hafi hápunktar AIM Festival verið tónleikar Hoodangers frá Ástralíu en einnig tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju. Guðrún var að sjálfsögðu einkar ánægð með hátíðina í ár en væri til í fá þekktan gamlan pönkara á hátíðina á næsta ári. „Ég væri kannski til í eina stóra tónleika á næsta ári í stað margra litla en ég veit ekki hvort það sé markaður fyrir því hér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.