Innlent

Vilja aðskilja veiðar og vinnslu

Sjómannasamband Íslands krefst þess að sett verði lög um fjárhagslegan aðskilnað veiða og vinnslu svo útvegsfyrirtæki geti ekki í krafit einokunar, ráðið fiskverði til sjómanna.

Þetta var samþykkt á nýafstöðnu þingi sjómannasambandsins. Þar segir að eins og staða sé í dag geti kaupandi og seljandi afla verið einn og sami aðilinn og geti þannig ráðið fiskverði,og þarmeð launum sjómanna eftir eigin geðþótta.

Aðskilnaðurinn sé frysta skrefið í að koma á eðlilegum viðskiptaháttum með fisk, enda leiði slíkt fyrirkomulag til þess að allur afli verði seldur á fiskmarkaði. Sjómannasambandið krest þess einnig að að frjálst framsal aflamarks verði afnumið.

Loks hafan sjómenn aðild á Evrópusambandinu nema að landsmenn fái fullt forræði yfoir auðlæindunum í sjónum og fullt samningsumboð varðandi deilistofna, sem veiðast í lögsögum margra landa, eins ot til dæmis kolmunni og Norsk íslenska síldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×