Innlent

Ófært um Steingrímsfjarðarheiði

Þrátt fyrir að nokkuð sé liðið á aprílmánuð eru vetrarveður enn válynd. Þannig er ófært og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði á Vestfjörðum og beðið er með mokstur.

Á öðrum vegum á Vestfjörðum er víðast hvar hálka, hálkublettir og snjóþekja. Hálka er á Gemlufallsheiði. Eyrarfjall er ófært. Þæfingsfærð er á Kleifarheiði og stendur mokstur þar yfir. Hálka og skafrenningur á Hálfdán og í Mikladal. Á Norðurlandi er hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði og Víkurskarði og á leiðum í kringum Akureyri. Hálka og éljagangur er á Siglufjarðarvegi. Ófært er um Lágheiði.

Á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir og sumstaðar snjóþekja og skafrenningur. Hálka og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum og hálkublettir og skafrenningur á Mývatnsöræfum. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði og á Oddskarði, hálka á. Þungfært á Breiðdalsheiði og Öxi er ófær eftir því sem segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×