Innlent

Sjávarafurðir farnar að hlaðast upp vegna sölutregðu

Farið er að gæta sölutregðu á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum og eru farnar að hlaðast upp birgðir af vissum afurðum, einkum þeim dýrustu.

Erfitt er að fá nákvæmar upplýsingar um birgðasöfnunina hér á landi, en útflytjendur sem fréttastofan hefur rætt við kannast þó við sölutregðu og einhverja birgðasöfnun. Sömu sögu er að segja frá Noregi þar sem afurðir úr þorski og fleiri fisktegundum hrannast upp, að sögn norska Ríkisútvarpsins. Þar er haft eftir markaðsstjóra hjá Jangaard útflutningsfyrirtækinu að ef ekki rætist úr á næstu vikum verði veiðum sjálfhætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×