Erlent

Sparnaður mun samsvara rafmagnsnotkun Rúmena

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að hefðbundnar ljósaperum, svokallaðar glóperur, verði bannaðar og að þeim verði á næstu árum skipt út fyrir sparperur og aðra ljósgjafa sem nota minni orku.

Áætlað er að með því að skipta yfir í sparneytnari ljósaperur megi minnka orkunotkun til lýsingar um meira en 30% en í Evrópusambandsríkjum mun það spara um 40 terawattstundir af rafmagni sem svarar til allrar rafmagnsnotkunar í Rúmeníu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heildsölunni Jóhanni Ólafssyni sem er flytur inn Osram ljósaperur.

„Þessi ákvörðun Evrópusambandsins er liður í að vernda loftslagið og að draga úr rafmagnskostnaði neytenda," segir Martin Goetzeler, framkvæmdastjóri Osram.

Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar er gert ráð fyrir að lokið verði að skipta út öllum hefðbundnum glóperum í löndum Evrópusambandsins í lok árs 2016.

Með minni rafmagnsnotkun dregur einnig úr losun gróðurhúsalofttegunda og er áætlað að CO2 útblástur muni minnka um 15 milljónir tonna á ári í löndum Evrópusambandsins vegna þessarar aðgerðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×