Lífið

Dagvaktin verður fyndnari, segir Ragnar Bragason

Við erum alveg trúir karakterunum, segir leikstjóri Dagvaktarinnar sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í september.
Við erum alveg trúir karakterunum, segir leikstjóri Dagvaktarinnar sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í september.

„Tökur eru búnar og það gengur bara vel. Sverrir Kristjáns er að klippa í augnablikinu. Hann klippir fyrstu umferðina og síðan fer sumarið í þetta hjá okkur. Síðan er náttúrulega hljóðvinnslan eftir og allt það," segir Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður aðspurður um vinnsluna við áframhaldandi ævintýri Georgs Bjarnfreðarsonar og félaga í Næturvaktinni.

Þetta verður mun stærri atburður og meiri hasar.

Sáttur?

„Já mjög svo og við erum það öll. Þetta gekk alveg ótrúlega vel og við náðum ótrúlega flottu efni. Þetta verða ellefu þættir. Allt gekk framar vonum. Öll umgjörð og allt það fólk sem var að vinna með okkur."

„Þetta er beint framhald Næturvaktarinnar en það kannski breytist ýmislegt í framhaldinu. Þetta er nýr heimur sem persónurnar stíga inn í en þær verða alveg þær sömu. Engin stórbreyting verður á þeim. Við erum alveg trúir karakterunum."

„Dagvaktin verður bæði dramatískari og fyndnari. Þetta verður mun stærri atburður og meiri hasar. Ég held að við séum alveg að uppfylla allar þær væntingar sem fólk gerir til okkar."

„Ég er í sumarfríi og er að jafna mig eftir vinnutörnina sem var rosalega stíf, langir dagar sem voru nýttir út í ystu æsar. Við erum bara fjölskyldan í rólegheitum. Fórum vestur á firði í 2 vikur og við vorum að koma í gær. Maður er rétt að ná smá sumarfríi áður en efitrvinnslan fer á fullt," segir Ragnar að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.