Lífið

Bjuggu til tónlistarmyndband á mettíma

Kristín Elva Rögnvaldsdóttir og Marta María Jónsdóttir teiknuðu og leikstýrðu myndbandi Elízu. Samsett mynd/Vísir.
Kristín Elva Rögnvaldsdóttir og Marta María Jónsdóttir teiknuðu og leikstýrðu myndbandi Elízu. Samsett mynd/Vísir.

„Ég og frænka mín Marta María Jónsdóttir, sem er lærður animator(hreyfimyndasmiður), unnum myndbandið," segir Kristín Elva Rögnvaldsdóttir myndlistarmaður og smíðakennari í Austurbæjarskóla þegar Vísir spyr hana út í gerð myndbandsins við lag Elízu Geirsdóttur Newman, Return to me.

„Við höfðum gert annað myndband saman fyrir hljómsveitina Brúðarbandið sem var líka teiknimynd."

 

Frænkurnar teiknuðu og leikstýrðu nýja tónlistarmyndbandi Elízu við lagið Return to me sem er að finna á fyrstu breiðskífu hennar, Empire Fall.

„Elíza bað okkur að gera myndbandið og við unnum hugmyndavinnuna með henni. Það var unnið út frá plötuumslaginu og svo er Elíza hrifin af hröfnum og við ákváðum að halda þeim. Það er líka lítil Elíza í myndbandinu sem við teiknuðum."

„Myndbandagerð tekur langan tíma því hver rammi fyrir sig er útspekúleraður. Við gerðum myndbandið í raun á mettíma. Ætli við höfum ekki verið einn mánuð að þessu. Góði íslenski drifkrafturinn," segir Kristín Elva.

 

Vísir hafði samband við söngkonuna Elízu og spurði hana út í samstarf hennar við myndlistarkonurnar og hvort hún hafi fengið viðbrögð við nýja myndbandinu.

"Ég hef fengið góð viðbrögð bæði hér heima og erlendis. Kristín Elva og Marta María eru ótrúlega hæfileikaríkar," svarar Eliza ánægð með útkomuna en hún er á listamannalaunum fram að áramótum.

"Ég er fara til New York og ætla bara að reyna að nota tímann sem best fram að áramótum að semja."

Sjá myndbandið Return to me hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.