Lífið

Fangamyndir fræga fólksins eru list

Listamaðurinn Rachel Schmeidler hefur fundið sér óvenjulegan og allt að því óþrjótandi efnivið. Fangamyndir fræga fólksins.

Það er enginn maður með mönnum í Hollywood öðru vísi en að hafa að minnsta kosti einu sinni látið smella af sér mynd á lögreglustöð. Vinsæl leið til að ná þeim áfanga er ölvunarakstur, a la Paris Hilton og Nicole Richie. Myndir af öðrum stjörnum eiga sér þó alvarlegri aðdraganda, á borð við morðákæru OJ. Simpson, og ásakanir á hendur Michael Jackson um misnotkun á börnum.

Schmeidler segist sjálf vona að myndir sínar veki fólk til umhugsunar um að átrúnaðargoðin þeirra eigi sér mörg vafasama fortíð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.