Erlent

Sjóræningjar gerast æ bíræfnari

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sómalskur sjóræningi.
Sómalskur sjóræningi.

Hollenskt flutningaskip náði að forða sér undan sjóræningjum úti fyrir ströndum Tansaníu um helgina. Ræningjarnir voru langt frá landi þegar þeir réðust til atlögu og þykir það sýna svo ekki verður um villst að þeir seilast nú æ lengra í ránsferðum sínum.

Sjóræningjarnir skutu á skipið úr sprengjuvörpum og náðu að kveikja eld í því. Áhöfninni tókst að slökkva eldinn og koma sér undan með því að auka hraðann. Á þessu ári hafa sjóræningjar gert árás á næstum hundrað skip á Adenflóa og Indlandshafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×