Innlent

Umferðaróhöppum hefur fækkað um 15% síðastliðna sjö mánuði

Umferðaróhöppum þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækkað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu eða um 15% síðastliðna sjö mánuði samanborið við sama tíma á síðasta ári.

Ef skoðaðir eru helstu slysastaðir höfuðborgarsvæðisins síðastliðið eitt og hálft ár má sjá að flest hafa þau orðið á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar og Laugavegs eða fjórtán talsins.

Tíu slys hafa á sama tíma átt sér stað á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar austan Bústaðavegsbrúar, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×