Enski boltinn

Dowie rekinn frá QPR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Iain Dowie, fyrrum stjóri QPR.
Iain Dowie, fyrrum stjóri QPR. Nordic Photos / Getty Images
Enska B-deildarfélagið QPR rak í dag knattspyrnustjórann Iain Dowie úr starfi eftir stutta dvöl hjá félaginu.

Dowie tók við Luigi de Canio í maí síðastliðnum og stýrði leikinu í einungis fimmtán deildarleikjum. Meira en helmingur þeirra leikja vann QPR en félagið er í níunda sæti deildarinnar.

Gareth Ainsworth tekur við starfi Dowie þar til nýr maður fæst í starfið.

Dowie var rekinn frá Charlton í nóvember 2006 eftir aðeins tólf leiki í starfi og var svo aftur rekinn frá Coventry í febrúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×