Lífið

Aðalleikari Arnarins ræðir samskipti Dana og Íslendinga

Samleikararnir í Erninum: Ásdís Svava Hallgrímsdóttir og Jens Albinus
Samleikararnir í Erninum: Ásdís Svava Hallgrímsdóttir og Jens Albinus

Útflutningsráð heldur fimmtudaginn 12 júní næstkomandi morgunverðarfund með danska leikaranum Jens Albinus og viðskiptafulltrúa Íslands í Danmörku, Rósu Viðarsdóttir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útflutningsráði.

Íslendingar þekkja danska leikarann hvað best sem hinn hálfíslenska Hallgrím Örn Hallgrímsson úr dönsku spennuþáttunum Örninn. Á morgunverðafundinum mun hann fjalla um samskipti Dana og Íslendinga á léttu nótunum og fara yfir hvað er líkt og ólíkt með þjóðunum.

Fegurðardrottningin Ásdís Svava Hallgrímsdóttir lék með Jens Albinus í síðustu þáttum Arnarins sem teknir voru upp hérna á Íslandi fyrir tveimur árum. Þar lék hún kólumbíska fegurðardís sem olli miklum usla meðal mafíósa. Hún segir Jens Albinus vera afar jarðbundinn man og lausan við alla stjörnustæla. Hann sé fyndinn og skipulagður eins og aðrir Danir.

Öllum í upptökuliðinu leist mjög vel á Ísland að hennar sögn. Hún taldi Danina vera fremur líka okkur en þó væri sá munur á að Danirnir væru skipulagðari en Íslendingar. Þeir héldu öllum tímaplönum sem þeir settu sér sem gerist kannski ekki alltaf á Íslandi. Veðrið kom þó Dönunum á óvart en þeir áttu ekki að venjast því að veðrið breyttist jafntítt og raunin er á Íslandi en samkvæmt Ásdísi virðast Danirnir hafa tekið því með jafnaðargeði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.