Lífið

Sala áskriftarkorta í Borgarleikhúsinu sjöfaldast

Magnús Geir Þórðarson er nýráðinn borgarleikhússtjóri.
Magnús Geir Þórðarson er nýráðinn borgarleikhússtjóri.
Áskriftarkort Borgarleikhússins hafa rokið út undanfarið og nú hafa um fjögur þúsund manns tryggt sér kort fyrir veturinn. Þetta er sjöfaldur sá fjöldi sem keypti áskriftarkort í fyrra, og munu vera fleiri áskriftarkort en nokkurt íslenskt leikhús hefur selt á einu starfsári. Og það þrátt fyrir að enn séu þrjár vikur eftir af kortasölu leikársins.

Sala á einstakar sýningar hefur auk þess gengið með eindæmum vel í Borgarleikhúsinu að því er fram kemur í tilkynningu. Gríðarleg aðsókn hefur verið á Fló á skinni þar sem uppseldar sýningar eru þegar orðnar 35. Þá er þegar uppselt á 11 sýningar á nýjum söngleik Ólafs Hauks Símonarsonar , Fólkið í blokkinni, sem frumsýndur verður á Stóra sviðinu í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.