Innlent

Týndur páfagaukur í Breiðholti

Myndin er ekki af umræddum páfagauk, enda er sá sem um ræðir blár og hvítur.
Myndin er ekki af umræddum páfagauk, enda er sá sem um ræðir blár og hvítur.

Sóley Baldursdóttir, ung stúlka í Rituhólum í Reykjavík hafði samband við Vísi fyrir stundu. Sóley fann páfagauk fyrir utan hjá sér um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og leitar nú eigandans. Um er að ræða bláan og hvítan gára sem er með dökkbláabletti sitthvorum megin við gogginn.

„Hann er ekki mikið slasaður en hann virðist ekki geta flogið þar sem honum er illt í öðrum vængnum," segir Sóley en það var nágranni hennar sem fann páfagaukinn en kom honum í hendur Sóleyjar.

„Hann lét mig fá hann af því að ég á fugl og gat því gefið honum að borða. Hann borðar ágætlega. Ég held hann hafi heldur ekki flogið langt í gær því það var svo mikil rok og rigning."

Ef þú kannast við að hafa týnt umræddum páfagauk er hægt að hafa samband við Sóleyju í síma 587 1382.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×