Lífið

Tónlist vændiskonunnar slær í gegn

Ashley Alexandra Dupre er ekki á flæðiskeri stödd eftir samskipti sín við ríkisstjórann Eliot Spitzer. Dupre, sem fjármagnaði leit sína að frægð og frama með kynlífssölu, hefur nú fengið greiddar tæpar fimmtán milljónir króna fyrir niðurhal á lögunum sínum.

Tvö laga hennar „What We Want" og „Move Ya Body" hafa verið til sölu á vefsíðunni Amie Street, og rauk verðið á þeim upp þegar komst upp um hneykslið. Hvort sem tónlistaferillinn tekur við sér eða ekki ætti Dupre að vera á grænni grein. Fastlega er búist við að hún verði vinsæl í myndatökur í karlablöðum og að krassandi sjálfsævisaga sé í bígerð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.