Lífið

Hjónaband Madonnu í andaslitrunum

Orðrómur um að Madonna ætli að skilja við eiginmanninn, Guy Richie gerist nú sífellt háværari. Samkvæmt heimildamanni Showbizspy vefsíðunnar hafa þau ákveðið að skilja, en ætla sér ekki að tilkynna það fyrr en eftir 18 mánuði.

Mikla athygli vakti að Richie var ekki viðstaddur þegar Madonnu var veitt innganga í „Frægðarhöll rokksins" á dögunum. Raunar hafa hjónin ekki sést saman frá því í janúar þegar þau fóru í frí til Indlands.

Samkvæmt heimildamanninum skilja skötuhjúin í fullri sátt. Madonna hyggst flytja með börnin þrjú til New York, en Guy ætlar að verða eftir í Bretlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.