Lífið

Brjálaðir brimbrettakappar vernda McConaughey

Það fór illa fyrir paparössum sem reyndu að ná myndum af leikaranum Matthew McConaughey á strönd í Malibu í gær. Tólf ljósmyndarar eltu leikarann á röndum í þeirri von að ná myndum af honum á brimbretti. Það voru aðrir brimbrettakappar síður en svo ánægðir með, og réðust á ljósmyndarahjörðina.

Einn paparassanna var laminn í andlitið og nefið á honum brotið. Öðrum var fleygt á stein og myndavélin hans mölvuð. Samkvæmt heimildum TMZ var atvikið kært, en enginn hefur enn verið handtekinn. Leikarinn mun sjálfur ekki hafa tekið þátt í látunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.