Lífið

Bjarni Jónsson tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna

Bjarni Jónsson er tilnefndur fyrir Íslands hönd til Norrænu leikskáldaverðlaunanna í ár fyrir leikritið ÓHAPP!

Verkið var frumflutt síðasta haust á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í leikstjórn Stefáns Jónssonar og hlaut afar góð viðbrögð áhorfenda jafnt sem gagnrýnenda.

Fram kemur í tilkynningu að norrænu leikskáldaverðlaunin séu veitt á Norrænum leiklistardögum sem haldnir eru annað hvert ár, að þessu sinni í Tampere í Finnlandi 4.-10. ágúst. Þau hafa verið veitt frá árinu 1992 þegar Hrafnhildur Hagalín var fyrst norrænna leikskálda til að hljóta þau fyrir leikrit sitt Ég er meistarinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.