Erlent

Óeirðir í Aþenu í nótt

Frá óeirðum í Aþenu
Frá óeirðum í Aþenu MYND/AP

Til óeirða kom í Aþenu höfuðborg Grikklands í gærkvöldi og nótt eftir að lögreglumaður skaut 16 ára ungling til bana í einu úthverfa borgarinnar.

Lögregla segir að hópur unglinga hafi ráðist að lögreglubíl þeirra með grjótkasti og hafi tveir lögreglumenn farið út úr bílnum til að skakka leikinn. Þá hafi annar lögreglumaðurinn skotið þremur skotum að hópnum með þeim afleiðingum að einn unglinganna féll.

Eftir þetta mögnuðust óeirðirnar og teygðu sig til miðborgarinnar þar sem allt var brotið og bramlað. Lögregla beitti kylfum og táragasi gegn óeirðarseggjunum, sem svöruðu með bensínsprengjum og grjótkasti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×