Lífið

Oprah Winfrey áhrifamesta stjarnan að mati Forbes

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey situr efst á lista Forbest tímaritsins yfir hundrað áhrifamestu stjörnurnar í Hollywood þetta árið. Tímaritið lagði mat á tekjur og frægð viðkomandi stjarna við gerð listans, en Winfrey þénaði sem samsvarar rúmum tuttugu milljörðum króna síðastliðið ár.

Tiger Woods sat í öðru sæti listans, með minna en helming tekna Opruh, eða sem samsvarar tæpum 8,4 milljörðum. Þriðja sætið vermdi hin barnmarga Angelina Jolie. Hún þénaði „einungis" fjórtán milljónir dolllara á árinu, eða rúman milljarð, en var hinsvegar fastagestur í fjölmiðlum. Það var kærasti hennar, Brad Pitt, líka, en hann hafnaði í tíunda sæti listans með tæpan einn og hálfan milljarð í árstekjur.

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna þénaði mest þeirra stjarna sem tímaritið skoðaði, eða tæpa 22 milljarða, og hefur sala á nýjustu bók hennar, Harry Potter og dauðadjásnin líklega haft sitt að segja með það.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.