Fótbolti

Boulahrouz ætlar að gefa áfram kost á sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Khalid Boulahrouz ásamt eiginkonu sinni eftir leik Hollands og Rúmeníu.
Khalid Boulahrouz ásamt eiginkonu sinni eftir leik Hollands og Rúmeníu. Nordic Photos / AFP
Khalid Boulahrouz ætlar að halda áfram að gefa kost á sér í hollenska landsliðið þó svo að dóttir hans hafi látist í gær, skömmu eftir að hún kom í heiminn langt fyrir tímann.

„Ég hef fullan skilning á því að Khalid á erfitt og við munum reyna að styðja hans eins vel og við getum," sagði Marco van Basten landsliðsþjálfari Hollands. „En við verðum að einbeita okkur að leiknum gegn Rússlandi og það er það sem Khalid vill að við gerum," bætti hann við. Holland mætir Rússlandi í fjórðungsúrslitum EM 2008 á laugardaginn.

Eiginkona Boulahrouz, Sabia, var stödd í Sviss þegar hún var flutt í skyndi á spítala í Lausanne. Þar hafa hjónin verið en Boulahrouz er nú aftur kominn í vistarverur hollenska landsliðshópsins.

„Honum er frjálst að fara að heimsækja eiginkonu sína hvenær sem hann vill," sagði van Basten enn fremur.

Tengdar fréttir

Dóttir Boulahrouz látin

Nýfædd dóttir Khalid Boulahrouz, leikmanns hollenska landsliðsins, og eiginkonu hans lést í gær en hún var fyrirburi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×