Telur kísilverksmiðju ekki valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum 3. október 2008 09:59 Frá Helguvík. MYND/Pjetur Skipuagsstofnun telur að losun helstu mengunarefna frá fyrirhugaðri kísilverksmiðju í Helguvík verði fyrir neðan viðmiðunarmörk íslenskra reglugerða og því sé ekki tilefni til að afmarka þynningarsvæði fyrir starfsemina. Verksmiðjan muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið. Þetta kemur fram í álti stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Það er Icelandic Silicon Corporation sem hyggst reisa verksmiðjuna en það er í eigu Tomahawk Development sem er í eigu íslenskra og danskra aðila. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 50 þúsund tonna framleiðslu á kísli en eftir á að úthluta fyrirtækinu losunarheimildir og sömuleiðis að semja um orku. Gæti þurft að sækja losunarheimildir til útlanda Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að mengun frá verksmiðjunni muni verða í lágmarki en þó muni verða losuð loftmengandi efni sem nemur hundruðum tonna á ári. „Þó svo að styrkur þeirra reiknist ávallt langt neðan viðmiðunarmarka reglugerða, þá telur Skipulagsstofnun áhrif þeirra nokkuð neikvæð," segir í álitinu. Skipulagsstofnun bendir á að umhverfisráðuneytið eigi eftir að úthluta 1,1 milljónum losunarheimilda sem hægt verði að sækja um á næsta ári. Fái kísilverksmiðjan ekki heimildir þá verði að líkindum að afla losunarheimilda erlendis. Forsvarsmenn Icelandic Silicon Corporation hyggjast reyna að hagnýta eða farga koldíoxíði en Skipulagsstofnun segir mörgum spurningum ósvarað áður en hægt verði að fullyrða um árangur þess. „Það er því mat Skipulagsstofnunar að kísilverksmiðjan hafi töluverð neikvæð áhrif með losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður ber að hafa í huga möguleg jákvæð áhrif starfseminnar á losun gróðurhúsalofttegunda, en þau felast í því að fullunnar sólarrafhlöður afla 10-20 sinnum meiri orku en fór til að framleiða þær og því er von til þess að sú orkuöflun komi í stað aðferða sem hafa í för með sér enn meiri losun gróðurhúsalofttegunda," segir Skipulagsstofnun. Veruleg óvissa um orkuöflun Þá bendir Skipulagsstofnun á að veruleg óvissa ríki um orkuöflun til kísilverksmiðjunnar. „Skipulagsstofnun telur að vegna óvissu um flutningsleiðir raforku þurfi sveitarfélögin að huga að því hvort bíða eigi með leyfisveitingar fyrir byggingu kísilverksmiðjunnar þar til niðurstaða liggur fyrir um flutning," segir í álitinu. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Skipuagsstofnun telur að losun helstu mengunarefna frá fyrirhugaðri kísilverksmiðju í Helguvík verði fyrir neðan viðmiðunarmörk íslenskra reglugerða og því sé ekki tilefni til að afmarka þynningarsvæði fyrir starfsemina. Verksmiðjan muni ekki valda verulega neikvæðum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið. Þetta kemur fram í álti stofnunarinnar á mati á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Það er Icelandic Silicon Corporation sem hyggst reisa verksmiðjuna en það er í eigu Tomahawk Development sem er í eigu íslenskra og danskra aðila. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 50 þúsund tonna framleiðslu á kísli en eftir á að úthluta fyrirtækinu losunarheimildir og sömuleiðis að semja um orku. Gæti þurft að sækja losunarheimildir til útlanda Skipulagsstofnun segir í áliti sínu að mengun frá verksmiðjunni muni verða í lágmarki en þó muni verða losuð loftmengandi efni sem nemur hundruðum tonna á ári. „Þó svo að styrkur þeirra reiknist ávallt langt neðan viðmiðunarmarka reglugerða, þá telur Skipulagsstofnun áhrif þeirra nokkuð neikvæð," segir í álitinu. Skipulagsstofnun bendir á að umhverfisráðuneytið eigi eftir að úthluta 1,1 milljónum losunarheimilda sem hægt verði að sækja um á næsta ári. Fái kísilverksmiðjan ekki heimildir þá verði að líkindum að afla losunarheimilda erlendis. Forsvarsmenn Icelandic Silicon Corporation hyggjast reyna að hagnýta eða farga koldíoxíði en Skipulagsstofnun segir mörgum spurningum ósvarað áður en hægt verði að fullyrða um árangur þess. „Það er því mat Skipulagsstofnunar að kísilverksmiðjan hafi töluverð neikvæð áhrif með losun gróðurhúsalofttegunda. Engu að síður ber að hafa í huga möguleg jákvæð áhrif starfseminnar á losun gróðurhúsalofttegunda, en þau felast í því að fullunnar sólarrafhlöður afla 10-20 sinnum meiri orku en fór til að framleiða þær og því er von til þess að sú orkuöflun komi í stað aðferða sem hafa í för með sér enn meiri losun gróðurhúsalofttegunda," segir Skipulagsstofnun. Veruleg óvissa um orkuöflun Þá bendir Skipulagsstofnun á að veruleg óvissa ríki um orkuöflun til kísilverksmiðjunnar. „Skipulagsstofnun telur að vegna óvissu um flutningsleiðir raforku þurfi sveitarfélögin að huga að því hvort bíða eigi með leyfisveitingar fyrir byggingu kísilverksmiðjunnar þar til niðurstaða liggur fyrir um flutning," segir í álitinu.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira