Enski boltinn

Wenger óglatt - boðar breytingar

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segir að sér hafi verið óglatt þegar hann horfði upp á leikmenn sína tapa 2-1 fyrir Hull á heimavelli um helgina. Hann boðar breytingar fyrir Evrópuleikinn gegn Porto annað kvöld.

"Mér varð óglatt að horfa á þennan leik. Við vorum ekki nógu góðir og gerum okkur fulla grein fyrir því. Það verða sannalega breytingar á þriðjudaginn," sagði Wenger, gramur yfir úrslitum helgarinnar.

"Það minnsta sem maður býst við þegar liðið hefur möguleika á að komast á toppinn er að menn sýni ákefð og einbeitingu frá fyrstu mínútu. Spennustigið hjá okkur var ekki nógu hátt og mér fannst blóðugast að tapa leiknum þrátt fyrir að við hefðum náð að komast yfir eftir harða baráttu," sagði Wenger eftir einhver óvæntustu úrslit í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×