Erlent

Sjóðheit samkeppni í Japan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Japanska borgin Kobe.
Japanska borgin Kobe. MYND/Dementad.com

Fjörutíu og átta ára gamall fyrrverandi framkvæmdastjóri símakynlífsþjónustu í japönsku borginni Kobe var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að kveikja í húsnæði tveggja keppinauta sinna í mars árið 2000 og verða þannig fjórum að bana og stórslasa fjóra til viðbótar.

Japönskum sakadómi þótti lögregla hafa sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að framkvæmdastjórinn hefði greitt þremur óprúttnum aðilum fyrir að varpa bensínsprengjum inn um glugga samkeppnisaðila sinna og stofna þannig fjölda mannslífa í hættu auk þess að taka fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×