Fótbolti

Domenech hefur áhyggjur af Hollendingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjálfarar liðanna í C-riðli. Domenech er lengst til hægri.
Þjálfarar liðanna í C-riðli. Domenech er lengst til hægri. Nordic Photos / AFP

Raymond Domenech telur að Hollendingar munu taka því rólega í síðasta leik sínum í riðlakeppninni sem mun gera það að verkum að hvorki Frakkar né Ítalir komist áfram í fjórðungsúrslitum EM 2008.

Hvorki Frökkum né Ítölum tókst að vinna Rúmeníu sem fyrir vikið eru með tvö stig og dugir sigur gegn Hollandi. Holland er öruggt með fyrsta sætið í riðlinum eftir að hafa unnið bæði Frakkland og Ítalíu stórt.

Frakkar verða því að vinna Ítali og treysta að Rúmenía vinni ekki Holland til að komast áfram í fjórðungsúrslitum.

„Okkar leikur gegn Ítalíu mun ekki ráða úrslitum. Það er hinn leikurinn sem skiptir öllu máli," sagði Domenech. „Mín skoðun er að Hollendingar munu skipta út stórum hluta liðsins og er það þegar ráðið að Rúmenar munu komast með þeim upp úr riðlinum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×