Enski boltinn

Joe Kinnear framlengir við Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear, stjóri Newcastle.
Joe Kinnear, stjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Joe Kinnear hefur framlengt samning sinn við Newcastle um einn mánuð á meðan reynt er að selja félagið.

Kinnear var ráðinn til eins mánuðs og átti stjórnartíð hans að ljúka eftir leik Newcastle gegn West Brom á þriðjudaginn.

„Þetta ástand er metið mánuð fram í tímann því þeir eiga enn í viðræðum um að selja félagið. Ég hef ekki hugmynd um við hvern," sagði Kinnear. „Það er bara samið um einn mánuð í einu og svo séð til."

Fjölmargir hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Newcastle en Kinnear sagði þá umræðu ekki trufla sig. „Það eru þrír til fjórir aðilar nefndir í hverri viku. Svo margir að ég er hættur að telja."

Hann nýtur þó starfsins hjá Newcastle til hins ítrasta. „Ég elska þetta. Þetta er það besta sem ég hef nokkru sinni gert, í sannleika sagt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×