Lífið

Ólafur Ragnar á málþingi í tilefni áttræðisafmælis Steingríms

Steingrímur Hermannsson verður átræður á sunnudaginn.
Steingrímur Hermannsson verður átræður á sunnudaginn.

Framsóknarflokkurinn og vinir og velunnarar Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, munu standa fyrir málþingi Steingrími til heiðurs í tilefni 80 ára afmælis hans næstkomandi sunnudag.

Málþingið er haldið í Salnum í Kópavogi, á afmælisdegi Steingríms, sunnudaginn 22. júní og hefst dagskráin kl. 14.

Hér að neðan má sjá dagskránna:

Dagskrá

Kl. 14:00 Setning - Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins

Kl. 14:10 Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands

Kl. 14:25 Tónlistaratriði - Benni Hemm Hemm

Kl. 14:30 Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð - „Minningabrot aðstoðarmanns"

Kl. 14:45 Birgir Guðmundsson, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri -„Steingrímur Hermannsson - pólitískur brúasmiður"

Kl. 15:00 Tónlistaratriði - Félagar úr Fóstbræðrum

Kl. 15:05 Hlé

Kl. 15:25 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands - „Efnahagsmál í aðdraganda þjóðarsáttar"

Kl. 15:40 Júlíus Sólnes, fyrrverandi umhverfisráðherra og prófessor emeritus við verkfræðideild Háskóla Íslands - „Loftslagsbreytingar og gróðurhúsaáhrif - staða Íslands"

Kl. 15:55 Tónlistaratriði - Benni Hemm Hemm / Félagar úr Fóstbræðrum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.