Lífið

DMX handtekinn fyrir umferðarlagabrot

SB skrifar
DMX - öðrunafni Earl SImmons. Handtekinn fyrir að keyra með útrunnið ökuskírteini.
DMX - öðrunafni Earl SImmons. Handtekinn fyrir að keyra með útrunnið ökuskírteini.

Rapparinn DMX hefur enn einu sinni í kast við lögin. Lögreglan handtók hann fyrir að keyra með útrunnið ökuskírteini. DMX sætir rannsókn vegna illrar meðferðar á tólf Pit Bull hundum.

Raunverulegt nafn DMX er Earl Simmons. Hann er 37 ára og hefur getið sér frægðar sem "gangsta´" rappari í Bandaríkjunum. Hann hefur leikið í fjölda bíómynda - þar á meðal hinni frábæru Exit Wounds þar sem mótleikarinn var enginn annar en Steven Seagal.

Handtaka Earl Simmons kemur fjölmiðlum vestra ekki á óvart. Hann hefur margsinnis verið handtekinn fyrir fíkniefnabrot og ofbeldi og svo hefur lögreglan gerð upptæk skotvopn sem hann hefur haft undir höndum.

Þá bíða hans réttarhöld í Arizona vegna illrar meðferðar á dýrum. Lögreglan fann tólf vannærða Pitt bull hunda á býlinu hans og þrjá dauða hunda grafna í mold.

Rapp-viðurnefni Earl þýðir lauslegi - dökki maðurinn X. Myndin af honum sýnir mann sem er ristur rúnum af áralangri neyslu og óreglu. En svona er lífið í "gangsta´" rapp heiminum - þar gildir frumskógarlögmálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.