Lífið

Uma hittir kúgarann

Maður sem er sakaður um að ofsækja Umu Thurman fær loksins ósk sína uppfyllta þegar hann hittir hana fyrir rétti í New York á mánudaginn.

Leikkonan ber vitni í málinu gegn hinum 35 ára Jack Jordan, sem er gefið að sök að hafa áreitt Thurman og elt hana á röndum. Hann hefur meðal annars sent henni teikningar og bréf þar sem hann hótar að fremja sjálfsmorð byrji hún með öðrum en sér.

Ákæruvaldið bauð Jordan í fyrstu samning. Ef hann færi í sálfræðimeðferð gæti hann komist hjá réttarhöldum og mögulegri refsingu. Þessu hafði maðurinn engan áhuga á, enda voru réttarhöldin fyrirtaks tækifæri til að hitta átrúnaðargoðið augliti til auglitis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.