Íslenski boltinn

Stjarnan í Landsbankadeildina

Stjarnan vann sér í dag sæti í Landsbankadeildinni í knattspyrnu eftri æsispennandi lokaumferð í 1. deildinni. Liðið vann 5-1 stórsigur á Haukum á útivelli í dag.

Selfyssingar voru einnig í harðri baráttu um sæti í efstu deild og þeir gerðu sitt með 3-1 heimasigri á ÍBV í dag, en Garðbæingar höfðu eins stigs forskot fyrir leiki dagsins.

ÍBV endaði í efsta sæti deildarinnar með 50 stig, Stjarnan hlaut 47 stig og Selfoss 46 í þriðja sætinu.

Úrslitin í dag:

Víkingur R - Fjarðabyggð 2-0

Njarðvík - Þór 3-1

KA - Víkingur Ó 1-0

KS/Leiftur - Leiknir R 1-6

Selfoss - ÍBV 3-1

Haukar - Stjarnan 1-5








Fleiri fréttir

Sjá meira


×