Lífið

Pete Doherty les kóraninn

Vandræðabarnið Pete Doherty hefur fundið nýja leið til að róa taugarnar í fangelsinu. Eftir að hann var settur í einangrun í síðustu viku hefur hann lesið Kóraninn af miklum móð, og hugleiðir nú að taka upp múhameðstrú.

Rokkarinn þarf þó líklega að gera einhverjar lífsstílsbreytingar ætli hann sér að gera það. Múslimum er bannað að borða kjöt af dýrum sem ekki er slátrað með halal-aðferð, svo uppáhalds fæðan hans - Big Mac - verður ekki inni í myndinni lengur. Þá er þeim ráðlagt að klæðast ekki þröngum fötum, og neyta hvorki áfengis né annarra vímuefna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.