Öflugir Rússar sendu Hollendinga heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2008 19:31 Roman Pavlyuchenko fagnar hér marki sínu í leiknum. Nordic Photos / AFP Guus Hiddink og lærisveinar hans í öflugu liði Rússa gerðu sér lítið fyrir og slógu út Hollendinga í fjórðungsúrslitum EM 2008 í kvöld. Rússland vann 3-1 sigur á Hollandi í framlengdum leik í kvöld. Þeir voru talsvert betri aðilinn lengst af í leiknum og komust því sanngjarnt yfir á 56. mínútu með marki Roman Pavlyuchenko. Eftir það fengu þeir nokkur góð færi til að bæta við forystuna en voru klaufar að nýta sér ekki minnst eitt þeirra. Það kom því eins og blaut tuska í andlit Rússana þegar að Ruud van Nistelrooy skoraði jöfnunarmarkið rétt undir lok venjulegs leiktíma. En Rússarnir létu ekki slá sig af laginu og héldu áfram að sækja stíft í framlengingunni. Það skilaði sér í marki á 112. mínútu er Dmitry Torbinsky skoraði eftir glæsilegan undirbúning Andrei Arhavin. Það var síðan Arshavin sjálfur sem kláraði leikinn á 116. mínútu og kórónaði hann þar með glæsilega frammistöðu í leiknum. Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, stillti upp sama liði og vann Frakka með fjórum mörkum gegn einu í annarri umferð riðlakeppninnar. Hann gerði svo níu breytingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu enda voru Hollendingar þá öruggir með sigurinn í riðlinum. Hollendingar hafa byrjað af miklum krafti á mótinu en voru nánast óþekkjanlegir í upphafi leiksins. Rússarnir spiluðu mjög skynsamlega og þeir hollensku áttu erfitt uppdráttar til að byrja með. En ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og Hollendingar byrjuðu betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en sem fyrr tókst þeim ekki að nýta færin sín. Pavlyuchenko skoraði svo fyrsta mark leiksins á 56. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Sergei Semak sem hafði verið spilaður frír af Arshavin. Eftir þetta sóttu Hollendingar nokkuð stíft en sem fyrr tókst þeim ómögulega að skapa sér færi. Rússarnir áttu hins vegar stórhættulegar skyndisóknir og voru miklir klaufar að hafa ekki náð að auka forystu sína í leiknum. Þegar að Rússar virtust vera með unninn leik í höndunum náðu Hollendingar að skora á 86. mínútu en þar var Ruud van Nistelrooy að verki. Wesley Sneijder átti fyrirgjöf fyrir markið frá vinstri teig beint úr aukaspyrnu. Nistelrooy var þar mættur á fjarstöng og skoraði með skalla af stuttu færi. Í uppbótartíma fékk Denis Kolodin sitt annað gula spjald í leiknum fyrir brot og þar með rautt. Hins vegar dró dómari leiksins spjaldið til baka eftir að aðstoðardómari sagði að boltinn hefði verið kominn út fyrir endamörk rétt áður en brotið átti sér stað. Framlengingin byrjaði með miklum látum en Pavlyuchenko átti þrumuskot í slána á hollenska markinu á 97. mínútu. Skömmu síðar fékk varamaðurinn Torbinsky boltann einn gegn markverði eftir glæsilegan undirbúning Arshavin. Hann fór hins vegar illa að ráði sínu og lét van der Sar verja frá sér. Í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar vildu Rússar fá vítaspyrnu en varð ekki af ósk sinni. Skömmu síðar voru þeir rússnesku búnir að rífa í sig hollensku vörnina enn einu sinni en aftur fóru þeir illa með gott færi. En á 112. mínútu kom svo markið. Andrei Arshavin, langbesti maður vallarins, lagði aftur upp markið af mikilli þrautsegju og gaf boltann fyrir markið þar sem að varamaðurinn Dimitar Torbinsky skoraði af mjög stuttu færi. Arshavin sjálfur kláraði svo leikinn fjórum mínútum síðar. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði með föstu skoti. Hollenska vörnin réði ekkert við hann eða félaga hans lengst af í þessum leik. Rússar eru því komnir áfram í undanúrslit keppninnar ásamt Tyrkjum og Þjóðverjum. Þeir mæta annað hvort Ítalíu eða Spáni í undanúrslitum sem mætast í síðasta leik fjórðungsúrslitanna annað kvöld. Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Guus Hiddink og lærisveinar hans í öflugu liði Rússa gerðu sér lítið fyrir og slógu út Hollendinga í fjórðungsúrslitum EM 2008 í kvöld. Rússland vann 3-1 sigur á Hollandi í framlengdum leik í kvöld. Þeir voru talsvert betri aðilinn lengst af í leiknum og komust því sanngjarnt yfir á 56. mínútu með marki Roman Pavlyuchenko. Eftir það fengu þeir nokkur góð færi til að bæta við forystuna en voru klaufar að nýta sér ekki minnst eitt þeirra. Það kom því eins og blaut tuska í andlit Rússana þegar að Ruud van Nistelrooy skoraði jöfnunarmarkið rétt undir lok venjulegs leiktíma. En Rússarnir létu ekki slá sig af laginu og héldu áfram að sækja stíft í framlengingunni. Það skilaði sér í marki á 112. mínútu er Dmitry Torbinsky skoraði eftir glæsilegan undirbúning Andrei Arhavin. Það var síðan Arshavin sjálfur sem kláraði leikinn á 116. mínútu og kórónaði hann þar með glæsilega frammistöðu í leiknum. Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, stillti upp sama liði og vann Frakka með fjórum mörkum gegn einu í annarri umferð riðlakeppninnar. Hann gerði svo níu breytingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu enda voru Hollendingar þá öruggir með sigurinn í riðlinum. Hollendingar hafa byrjað af miklum krafti á mótinu en voru nánast óþekkjanlegir í upphafi leiksins. Rússarnir spiluðu mjög skynsamlega og þeir hollensku áttu erfitt uppdráttar til að byrja með. En ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og Hollendingar byrjuðu betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en sem fyrr tókst þeim ekki að nýta færin sín. Pavlyuchenko skoraði svo fyrsta mark leiksins á 56. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Sergei Semak sem hafði verið spilaður frír af Arshavin. Eftir þetta sóttu Hollendingar nokkuð stíft en sem fyrr tókst þeim ómögulega að skapa sér færi. Rússarnir áttu hins vegar stórhættulegar skyndisóknir og voru miklir klaufar að hafa ekki náð að auka forystu sína í leiknum. Þegar að Rússar virtust vera með unninn leik í höndunum náðu Hollendingar að skora á 86. mínútu en þar var Ruud van Nistelrooy að verki. Wesley Sneijder átti fyrirgjöf fyrir markið frá vinstri teig beint úr aukaspyrnu. Nistelrooy var þar mættur á fjarstöng og skoraði með skalla af stuttu færi. Í uppbótartíma fékk Denis Kolodin sitt annað gula spjald í leiknum fyrir brot og þar með rautt. Hins vegar dró dómari leiksins spjaldið til baka eftir að aðstoðardómari sagði að boltinn hefði verið kominn út fyrir endamörk rétt áður en brotið átti sér stað. Framlengingin byrjaði með miklum látum en Pavlyuchenko átti þrumuskot í slána á hollenska markinu á 97. mínútu. Skömmu síðar fékk varamaðurinn Torbinsky boltann einn gegn markverði eftir glæsilegan undirbúning Arshavin. Hann fór hins vegar illa að ráði sínu og lét van der Sar verja frá sér. Í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar vildu Rússar fá vítaspyrnu en varð ekki af ósk sinni. Skömmu síðar voru þeir rússnesku búnir að rífa í sig hollensku vörnina enn einu sinni en aftur fóru þeir illa með gott færi. En á 112. mínútu kom svo markið. Andrei Arshavin, langbesti maður vallarins, lagði aftur upp markið af mikilli þrautsegju og gaf boltann fyrir markið þar sem að varamaðurinn Dimitar Torbinsky skoraði af mjög stuttu færi. Arshavin sjálfur kláraði svo leikinn fjórum mínútum síðar. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði með föstu skoti. Hollenska vörnin réði ekkert við hann eða félaga hans lengst af í þessum leik. Rússar eru því komnir áfram í undanúrslit keppninnar ásamt Tyrkjum og Þjóðverjum. Þeir mæta annað hvort Ítalíu eða Spáni í undanúrslitum sem mætast í síðasta leik fjórðungsúrslitanna annað kvöld.
Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira