Öflugir Rússar sendu Hollendinga heim Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2008 19:31 Roman Pavlyuchenko fagnar hér marki sínu í leiknum. Nordic Photos / AFP Guus Hiddink og lærisveinar hans í öflugu liði Rússa gerðu sér lítið fyrir og slógu út Hollendinga í fjórðungsúrslitum EM 2008 í kvöld. Rússland vann 3-1 sigur á Hollandi í framlengdum leik í kvöld. Þeir voru talsvert betri aðilinn lengst af í leiknum og komust því sanngjarnt yfir á 56. mínútu með marki Roman Pavlyuchenko. Eftir það fengu þeir nokkur góð færi til að bæta við forystuna en voru klaufar að nýta sér ekki minnst eitt þeirra. Það kom því eins og blaut tuska í andlit Rússana þegar að Ruud van Nistelrooy skoraði jöfnunarmarkið rétt undir lok venjulegs leiktíma. En Rússarnir létu ekki slá sig af laginu og héldu áfram að sækja stíft í framlengingunni. Það skilaði sér í marki á 112. mínútu er Dmitry Torbinsky skoraði eftir glæsilegan undirbúning Andrei Arhavin. Það var síðan Arshavin sjálfur sem kláraði leikinn á 116. mínútu og kórónaði hann þar með glæsilega frammistöðu í leiknum. Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, stillti upp sama liði og vann Frakka með fjórum mörkum gegn einu í annarri umferð riðlakeppninnar. Hann gerði svo níu breytingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu enda voru Hollendingar þá öruggir með sigurinn í riðlinum. Hollendingar hafa byrjað af miklum krafti á mótinu en voru nánast óþekkjanlegir í upphafi leiksins. Rússarnir spiluðu mjög skynsamlega og þeir hollensku áttu erfitt uppdráttar til að byrja með. En ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og Hollendingar byrjuðu betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en sem fyrr tókst þeim ekki að nýta færin sín. Pavlyuchenko skoraði svo fyrsta mark leiksins á 56. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Sergei Semak sem hafði verið spilaður frír af Arshavin. Eftir þetta sóttu Hollendingar nokkuð stíft en sem fyrr tókst þeim ómögulega að skapa sér færi. Rússarnir áttu hins vegar stórhættulegar skyndisóknir og voru miklir klaufar að hafa ekki náð að auka forystu sína í leiknum. Þegar að Rússar virtust vera með unninn leik í höndunum náðu Hollendingar að skora á 86. mínútu en þar var Ruud van Nistelrooy að verki. Wesley Sneijder átti fyrirgjöf fyrir markið frá vinstri teig beint úr aukaspyrnu. Nistelrooy var þar mættur á fjarstöng og skoraði með skalla af stuttu færi. Í uppbótartíma fékk Denis Kolodin sitt annað gula spjald í leiknum fyrir brot og þar með rautt. Hins vegar dró dómari leiksins spjaldið til baka eftir að aðstoðardómari sagði að boltinn hefði verið kominn út fyrir endamörk rétt áður en brotið átti sér stað. Framlengingin byrjaði með miklum látum en Pavlyuchenko átti þrumuskot í slána á hollenska markinu á 97. mínútu. Skömmu síðar fékk varamaðurinn Torbinsky boltann einn gegn markverði eftir glæsilegan undirbúning Arshavin. Hann fór hins vegar illa að ráði sínu og lét van der Sar verja frá sér. Í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar vildu Rússar fá vítaspyrnu en varð ekki af ósk sinni. Skömmu síðar voru þeir rússnesku búnir að rífa í sig hollensku vörnina enn einu sinni en aftur fóru þeir illa með gott færi. En á 112. mínútu kom svo markið. Andrei Arshavin, langbesti maður vallarins, lagði aftur upp markið af mikilli þrautsegju og gaf boltann fyrir markið þar sem að varamaðurinn Dimitar Torbinsky skoraði af mjög stuttu færi. Arshavin sjálfur kláraði svo leikinn fjórum mínútum síðar. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði með föstu skoti. Hollenska vörnin réði ekkert við hann eða félaga hans lengst af í þessum leik. Rússar eru því komnir áfram í undanúrslit keppninnar ásamt Tyrkjum og Þjóðverjum. Þeir mæta annað hvort Ítalíu eða Spáni í undanúrslitum sem mætast í síðasta leik fjórðungsúrslitanna annað kvöld. Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Guus Hiddink og lærisveinar hans í öflugu liði Rússa gerðu sér lítið fyrir og slógu út Hollendinga í fjórðungsúrslitum EM 2008 í kvöld. Rússland vann 3-1 sigur á Hollandi í framlengdum leik í kvöld. Þeir voru talsvert betri aðilinn lengst af í leiknum og komust því sanngjarnt yfir á 56. mínútu með marki Roman Pavlyuchenko. Eftir það fengu þeir nokkur góð færi til að bæta við forystuna en voru klaufar að nýta sér ekki minnst eitt þeirra. Það kom því eins og blaut tuska í andlit Rússana þegar að Ruud van Nistelrooy skoraði jöfnunarmarkið rétt undir lok venjulegs leiktíma. En Rússarnir létu ekki slá sig af laginu og héldu áfram að sækja stíft í framlengingunni. Það skilaði sér í marki á 112. mínútu er Dmitry Torbinsky skoraði eftir glæsilegan undirbúning Andrei Arhavin. Það var síðan Arshavin sjálfur sem kláraði leikinn á 116. mínútu og kórónaði hann þar með glæsilega frammistöðu í leiknum. Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, stillti upp sama liði og vann Frakka með fjórum mörkum gegn einu í annarri umferð riðlakeppninnar. Hann gerði svo níu breytingar fyrir leikinn gegn Rúmeníu enda voru Hollendingar þá öruggir með sigurinn í riðlinum. Hollendingar hafa byrjað af miklum krafti á mótinu en voru nánast óþekkjanlegir í upphafi leiksins. Rússarnir spiluðu mjög skynsamlega og þeir hollensku áttu erfitt uppdráttar til að byrja með. En ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og Hollendingar byrjuðu betur í síðari hálfleik en þeim fyrri en sem fyrr tókst þeim ekki að nýta færin sín. Pavlyuchenko skoraði svo fyrsta mark leiksins á 56. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Sergei Semak sem hafði verið spilaður frír af Arshavin. Eftir þetta sóttu Hollendingar nokkuð stíft en sem fyrr tókst þeim ómögulega að skapa sér færi. Rússarnir áttu hins vegar stórhættulegar skyndisóknir og voru miklir klaufar að hafa ekki náð að auka forystu sína í leiknum. Þegar að Rússar virtust vera með unninn leik í höndunum náðu Hollendingar að skora á 86. mínútu en þar var Ruud van Nistelrooy að verki. Wesley Sneijder átti fyrirgjöf fyrir markið frá vinstri teig beint úr aukaspyrnu. Nistelrooy var þar mættur á fjarstöng og skoraði með skalla af stuttu færi. Í uppbótartíma fékk Denis Kolodin sitt annað gula spjald í leiknum fyrir brot og þar með rautt. Hins vegar dró dómari leiksins spjaldið til baka eftir að aðstoðardómari sagði að boltinn hefði verið kominn út fyrir endamörk rétt áður en brotið átti sér stað. Framlengingin byrjaði með miklum látum en Pavlyuchenko átti þrumuskot í slána á hollenska markinu á 97. mínútu. Skömmu síðar fékk varamaðurinn Torbinsky boltann einn gegn markverði eftir glæsilegan undirbúning Arshavin. Hann fór hins vegar illa að ráði sínu og lét van der Sar verja frá sér. Í upphafi síðari hálfleiks framlengingarinnar vildu Rússar fá vítaspyrnu en varð ekki af ósk sinni. Skömmu síðar voru þeir rússnesku búnir að rífa í sig hollensku vörnina enn einu sinni en aftur fóru þeir illa með gott færi. En á 112. mínútu kom svo markið. Andrei Arshavin, langbesti maður vallarins, lagði aftur upp markið af mikilli þrautsegju og gaf boltann fyrir markið þar sem að varamaðurinn Dimitar Torbinsky skoraði af mjög stuttu færi. Arshavin sjálfur kláraði svo leikinn fjórum mínútum síðar. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði með föstu skoti. Hollenska vörnin réði ekkert við hann eða félaga hans lengst af í þessum leik. Rússar eru því komnir áfram í undanúrslit keppninnar ásamt Tyrkjum og Þjóðverjum. Þeir mæta annað hvort Ítalíu eða Spáni í undanúrslitum sem mætast í síðasta leik fjórðungsúrslitanna annað kvöld.
Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira