Innlent

Vilja mannaflsfrekar framkvæmdir

Borgarnes.
Borgarnes.

Stjórn Stéttarfélags Vesturlands lýsir yfir þungum áhyggjum af hratt versnandi atvinnuástandi á félagssvæði sínu. Stjórnin vill að ríkisstjórnin ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir.

Það virðist vera nokkuð ljóst að þær efnahagsþrengingar sem nú dynja á íslensku samfélagi, munu koma hart niður á Vesturlandi, að mati stjórnarinnar.

,,Stéttarfélag Vesturlands telur að til að komast í gegnum þetta erfiðleikatímabil þurfi að leita allra leiða til að halda uppi atvinnu. Stéttarfélagið skorar því á stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að snúa vörn í sókn og hrinda af stað öllum þeim mannaflsfreku framkvæmdum sem mögulegt er að ráðast í," segir í ályktun.

Stjórnin nefnir sem dæmi viðbyggingu við Dvalarheimilið í Borgarnesi, framkvæmdir við þjóðvegi, veituframkvæmdir og ýmis átaksverkefni sem meðal annars snúa að umhverfismálum.

,,Einnig skorar félagið á alla atvinnurekendur á svæðinu, sem með einhverju móti getað komist hjá uppsögnum að halda í sitt fólk í lengstu lög."

Stéttarfélag Vesturlands heitir á alla sem vettlingi getað valdið að taka höndum saman og verja störfin í byggðarlögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×