Enski boltinn

Ashton undir hnífinn

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Dean Ashton hjá West Ham þarf að fara í uppskurð vegna ökklameiðsla og verður frá keppni í að minnsta kosti mánuð.

Ashton meiddist fyrir rúmri viku og hefur misst af tveimur síðustu leikjum liðsins vegna þessa. Forráðamenn West Ham höfðu vonast til að hvíld myndi nægja kappanum til að ná sér, en nú hefur verið staðfest að hann muni fara í aðgerð í næstu viku. Talið er að hann muni ekki koma við sögu hjá liðinu á ný fyrr en í fyrsta lagi í lok næsta mánaðar.

Hinn 24 ára gamli Ashton hefur átt í erfiðri baráttu við meiðsli undanfarin misseri og er búinn að missa úr 60 leiki með West Ham síðan hann gekk í raðir liðsins frá Norwich í janúar 2006.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×