Lífið

„Heima“ hlaut áhorfendaverðlaun á Titanic hátíðinni

Heimildarmynd Sigur Rósar, Heima, vann áhorfendaverðlaunin á Titanic kvikmyndahátíðinni í Búdapest um helgina. Heima fylgir hljómsveitinni eftir á tónleikaferðalagi um Ísland sumarið 2006. Myndin hefur hlotið mikla athygli erlendis, og var í byrjun mars fyrst tónlistarmynda til að vera sýnd í fullri lengd á YouTube.

Íslendingar voru sigursælir á Titanic hátíðinni. Eins og fram kom um helgina vann kvikmynd Baltasars Kormáks, Mýrin, aðalverðlaun hátíðinnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.