Lífið

Leoncie líkir sér við Madonnu

Leoncie líkir sér við sjálfa Madonnu vegna eigin kynþokka, margbreytilegs hárstíls og hressilegra tónlistamyndbanda sinna. Þetta kemur fram á vefútgáfu New York Entertainment.

Á vefnum er sagt frá því að Leoncie skrifi og flytji alla tónlist sína sjálf og stjórni jafnframt gerð myndbandanna, sem vefurinn segir að séu frekar ódýr. Þá er greint frá því að sumum myndbanda hennar hafi verið úthýst af myndbandavefnum YouTube vegna þess að hún hafi berað brjóst sín á þeim. New York Entertainment mælir sérstaklega með myndböndunum Invisible Girl, þar sem Leoncie flýgur um á galdrateppi, og Sex Crazy Cop.

Fréttablaðið greindi frá því í lok maí að notendur YouTube hefðu varað við myndbandi Leoncie þar sem hún sést með dúkku í höndinni. Í samtali við blaðið neitaði Leoncie að nokkuð ósæmilegt væri að finna í myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.