Fótbolti

Barzagli úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barzagli (til vinstri) á æfingu með ítalska landsliðinu í fyrradag.
Barzagli (til vinstri) á æfingu með ítalska landsliðinu í fyrradag. Nordic Photos / AFP
Varnarmaðurinn Andrea Barzagli mun ekki leika meira með ítalska landsliðinu á EM 2008 vegna hnémeiðsla.

Barzagli meiddist á æfingu í dag og þarf hann að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ítalska landsliðið missir varnarmann í meiðsli en skömmu fyrir mót slasaðist Fabio Cannavaro illa á ökkla, einnig á æfingu.

Barzagli var í byrjunarliði Ítala sem tapaði stórt fyrir Hollandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar og kom ekki við sögu í hinum tveimur leikjunum í riðlakeppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×