Lífið

Amy kýlir mann og skallar annan

Söngkonan rakst á ljósastaur í hamaganginum.
Söngkonan rakst á ljósastaur í hamaganginum.
Meðferðin sem Amy Winehouse fór í á dögunum virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif. Lögregla hyggst nú yfirheyra hana eftir að hún réðst á tvo menn á nýlegu skralli.

Amy var skrapp á bar í Camden með vinum sínum eftir að hafa sullað með þeim heilt síðdegi á heimili sínu. Vitni sögðu hana áberandi dópaða, og hún hafi velt borðum og grýtt glösum. Þegar kúnni á staðnum neitaði að yfirgefa pool-borð sem stjarnan hafði augastað á trylltist hún, og kýldi hann.

Hún yfirgaf í kjölfarð barinn með óþekktum manni, sem hún kelaði við fyrir utan staðinn. Þegar nærstaddur maður ætlaði að hjálpa henni að ná sér í leigubíl hélt hún að hann væri að reyna við sig, og skallaði hann.

Lögregla rannsakar nú málið. Ef hún verður fundin sek um líkamsárás á hún yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi og 2000 punda sekt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.