Innlent

Ísland ekki gjaldþrota

Skuldir íslenska ríkisins munu ekki gera ríkið gjaldþrota, þrátt fyrir að fjármálakerfið hafi brugðist og krónan hrunið. Þetta sagði Geir Haarde forsætisráðherra í samtali við Bloomberg fréttastofuna í dag.

„Auðvitað er lýðveldið Ísland ekki gjaldþrota," sagði Geir. „Það verður aldrei gjaldþrota, ég get fullvissað fólk um það."

Í grein Bloomberg er sagt frá erfiðleikum í fjármálakerfinu og hruni krónunnar. Sagt er frá samningaviðræðum við Rússa um gjaldeyrislán og haft eftir breska hagfræðingnum Richard Portes að Íslendingar þurfi nauðsynlega á stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda.

Þá segir Bloomberg að Geir Haarde hafi neitað að greina frá því hvernig ríkisstjórnin hyggist bregðast við skuldum Kaupþings Banka, Landsbanka Íslands og Glitni Banka sem ríkið hefur tekið yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×