Lífið

Garðar Thor sendiherra hátískuhússins Zegna

Tenórinn Garðar Thor Cortes hefur verið valinn sendiherra hátískuhússins Ermenegildo Zegna. Titlinum fylgir að Garðar verður viðhafnargestur á stærri viðburðum tískuhússins um allan heim, svo sem tískuvikum stórborganna. Garðar þarf heldur ekki að óttast að eiga ekkert til að vera í á næstunni, því fyrirtækið sér honum fyrir lúxusfatnaði eins og hann getur á sig látið.

„Þetta kemur sér ágætlega. Garðar kemur mikið fram og þar af vera hæfilega „wild" en þó með snyrtimennskuna að leiðarljósi,“ segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Garðars. Hann segir Garðar með þessu kominn í fríðan félagsskap, en meðal sendiherra tískuhússins eru leikararnir Sir Michael Caine, Kenneth Branagh, Ewan McGregor, Sean Bean and Adrian Brody.

„Þetta eru naglar, ekki kellingar í kallafötum. Þeir velja sér engar pempíur sem talsmenn," segir Einar.

Tilkynnt verður um áfangann í útgáfuhófi fyrir nýja plötu Garðars í London á morgun. Einar segir að meðal gesta í veislunni verði ítalski sendiherrann í London, ýmist hefðarfólk, slæðingur af kvikmyndastjörnum og poppurum og ekki síst Dorrit Moussaief forsetafrú. „Frú Dorrit Moussaief hefur stutt okkur hérna úti með ráðum og dáð. Hún tekur þátt í þessu á morgun og við erum henni mjög þakklátir fyrir það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.