Innlent

Gæsluvarðhald framlengt um eina viku

Héraðsdómur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manni, sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur dætrum sínum, um eina viku.

Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins segir að rannsókn málsins miði ágætlega.

Dætur mannsins eru átta og þrettán ára gamlar. Maðurinn er grunaður um að hafa misnotað dætur sínar, jafnvel um nokkurt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×