Innlent

Hefur áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

„Allir sem eitthvað huga að núverandi aðstæðum kvíða morgundeginum," sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagði að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking væru að stefna þjóðarskútunni í skipsbrot.

Guðjón Arnar sagði að alþingismenn bæru mikla ábyrgð í að vinna á vandanum sem steðjar að. Mikilvægt væri að sína samstöðu í að finna lausn á vandanum. Hann spurði jafnframt hvers vegna forsætisráðherra hefði ekki séð efnahagsþrengingarnar fyrir í stefnuræðu sinni sem hann hélt fyrir ári síðan.

Guðjón Arnar gerði vaxandi atvinnuleysi að umtalsefni sínu. Það er ekki ástæða fyrir þjóðina að gleðjast - enda er henni þórðargleði ekki eðlislæg," sagði Guðjón Arnar. Hann spurði hvort ekki væri komið að þvi að ríkissjóður tæki stórt erlent lán til að tryggja gjaldeyrisforðann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×