Innlent

Skilorð fyrir kannabis og vopn án leyfa

Kannabisplöntur
Kannabisplöntur

25 ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í maí í fyrra haft í vörslu sinni 52 kannabisplöntur og skotvopn án tilskilinna leyfa.

Maðurinn fékk skilorðsbundinn dóm þrátt fyrir að hafa allt frá árinu 2001 hlotið sex dóma og tvisvar gengist, með lögreglustjórasátt, undir að greiða sektir, aðallega vegna brota á umferðar- og fíkniefnalöggjöf en einnig vegna þjófnaðar.

Hann þurfti að greiða útlagðan málskostnað 141.454 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×