Íslenski boltinn

Óttast að Grétar sé með slitið krossband

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grétar kom til Grindavíkur frá KR í félagaskiptaglugganum.
Grétar kom til Grindavíkur frá KR í félagaskiptaglugganum.

Grindavík og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í Landsbankadeildinni í kvöld. Sóknarmaðurinn Grétar Hjartarson hjá Grindavík fór meiddur af velli undir lok leiksins.

Grindvíkingar luku leiknum með tíu á vellinum þar sem þeir höfðu klárað skiptingar sínar og Blikar náðu að jafna í viðbótartíma.

Fram kom í Landsbankamörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld að óttast sé að Grétar sé með slitið krossband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×