Innlent

Mikill erill hjá lögreglunni í nótt og fangageymslur fullar

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt sökum ölvunnar og óláta. Voru fangageymslur fullar af þessum sökum nú í morgunsárið.

Engin stórmál komu til kasta lögreglunnar. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar, önnur í Reykjavík og hin í Kópavogi en aðeins reyndist um minniháttar stympingar að ræða í báðum tilvikum.

Þá var tvisvar ekið á gangandi vegfarendur, annarsvegar við Höfðatún og hinsvegar við Þjóðleikhúsið. Í báðum tilvikum var um minniháttar meiðsl að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×