Innlent

Engin kreppa í koníakinu - Báðar flöskurnar seldar

Þær voru ekki lengi að fara tvær dýrustu áfengisflöskur landsins eftir að Stöð 2 fjallaði um þær í fréttum sínum í gær.

Koníaksflöskunar, sem eru af Frapin-tegund og kosta litlar 300 þúsund krónur hvor, hafa báðar verið seldar. Koníakið er 120 ára gamalt og var önnur flasakan í verslun ÁTVR í Skútuvogi og hin í Borgartúni. Sú fyrrnefnda seldist strax í gær utanbæjarmanni í gengum síma og þá barst fyrirspurn um hina strax að loknum fréttum í gærkvöld.

Talið er að sá maður hafi svo komið í Borgartún í morgun og reitt fram litlar 300 þúsund krónur fyrir gripinn. Þó skal bent á það uppsett verð fyrir svona flösku á uppboðsvefnum e-Bay er 10 þúsund dollarar eða yfir ellefu hundruð þúsund krónur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×