Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Vatnsendahvarfs laust fyrir klukkan sex.

Að sögn slökkviliðs voru allir í bílunum komnir út úr þeim þegar sjúkrabíla bar að garði en ákveðið var að senda þrjá á sjúkrahús til skoðunar. Bílarnir eru mikið skemmdir og verða dregnir af vettvangi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×