Innlent

Tilbúinn að skoða leiðir til að koma til móts við fólk með verðtryggð lán

Viðskiptaráðherra er reiðubúinn að skoða allar færar leiðir til að koma til móts við fólk með verðtryggð lán. Formaður Frjálslynda flokksins lagði til í morgun að verðtrygging lána verði stöðvuð næstu þrjá mánuðina.

Formaður Frjálslynda flokksins lagði til í grein í Morgunblaðinu í dag að verðtrygging lána yrði afnumin næstu þrjá mánuði. Það myndi gefa stjórnvöldum svigrúm til að bregðast við núverandi ástandi því að ef svörtustu verðbólguspár rætast sé illt efni.

Tökum dæmi um hvað það er nákvæmlega sem gæti gerst ef svörtustu spár greiningadeildar Danske Bank um 100 prósenta verðbólgu rætast. Fjögurra manna fjölskylda keypti 150 fermeta raðhús í nóvember 2004. Húsið er nú er metið á 45 milljónir króna en fjölskyldan tók 20 milljóna króna jafngreiðslulán í íslenskum krónum.

Með verðbólgu undanfarinna ára er höfuðstóllin á þessu láni kominn í 25,3 milljónir róna. Ef svartsýnustu spár ganga eftir mun höfuðstóll lánsins tvöfaldast að ári og verða um 50 milljónir króna.

Viðskiptaráðherra segist opin fyrir öllum færum leiðum til mæta vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum eða munu eiga í erfiðleikum með verðtryggð lán.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×