Innlent

Lokið við að taka niður fíkniefnaverksmiðju í dag

MYND/Stöð 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýkur í dag við að taka niður fíkniefnaverksmiðjuna í Hafnarfirði sem flett var ofan af í fyrradag.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er lögregla að fara yfir gögn sem lagt var hald á í húsleitum sem farið var í í tengslum við verksmiðjuna. Fram kom á blaðamannafundi lögreglunnar í gær að þar hafi verið á ferðinni ýmis gögn og einnig fjármuni.

Friðrik segir að rannsókn málsins miði vel en enginn annar hefur verið handtekinn en þeir fjórir sem teknir voru á fimmtudag. Þrír þeirra sitja nú í gæsluvarðhaldi. Fram hefur komið að fíkniefnaverksmiðjan hafi verið mjög fullkomin og aðspurður segir Friðrik Smári að eftir eigi að meta hvað verði gert við þau tæki og tól sem þar fundust. Að líkindum verði gerð krafa um upptöku búnaðarins í dómsmáli en hann verði í vörslu lögreglunnar áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×